Mat á eignum og skuldum bankanna miðar vel

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Mati Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum nýju bankanna miðar vel áfram samkvæmt því sem kemur fram á vef FME. Er það í höndum Deloittee LLP til að ljúka mati á eignum og skuldum NBI hf., Nýja Glitnis banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf.

„Fjármálaeftirlitið hefur í samræmi við viljayfirlýsingu Íslands gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hinn 15. nóvember sl. fengið Deloittee LLP til að ljúka mati á eignum og skuldum NBI hf., Nýja Glitnis banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf. Eins og fram kemur í þremur ákvörðunum sem birtar voru af Fjármálaeftirlitinu 9. janúar 2009 mun mat á eignum og skuldum taka lengri tíma en upphaflega var áætlað. Ákvörðun um endanlegan frest verður tekin eigi síðar en 15. febrúar 2009.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Fjármálaeftirlitsins frá 11. desember 2008 mun Oliver Wyman áfram vinna að samhæfingu endurmatsins."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK