Vistuðu hlutabréf í Panama

mbl.is

Stjórnendur Landsbankans notuðu erlend félög til að kaupa hlutabréf í bankanum og geyma þangað til starfsmenn nýttu sér kauprétti sem þeir áunnu sér samkvæmt samningum.

Tvö þessara félaga, Zimham Corp. og Empennage Inc., voruð vistuð á sama heimilisfangi í Panama og með sömu erlendu aðila í framkvæmdastjórn. Íslenskur umboðsaðili félaganna beggja var Kristján Gunnar Valdimarsson, sem var forstöðumaður skattasviðs Landsbankans.

Umsókn um skráningu og útgáfu kennitölu fyrir félögin tvö, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, vegna bankaviðskipta á Íslandi barst fyrirtækjaskrá 29. maí 2006. Umsóknirnar voru sendar frá eignastýringarsviði Landsbankans.

Bæði þessi félög voru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Landsbankans frá sumrinu 2006 og fram í júlí 2007. Markaðsverðmæti bréfanna, sem starfsmenn áttu kauprétt á einungis í þessum félögum, var þá um 12,5 milljarðar króna.

Empennage Inc. keypti fyrst hlut í Landsbankanum 13. júlí 2006, 0,77 prósenta hlut. Félagið bætti síðan tvívegis við sig hlutum í ágústmánuði 2006 og átti þann 24. ágúst 1,112 prósenta hlut. Allur hluturinn var síðan seldur í byrjun júlí 2007.

Zimham Corp. keypti fyrst 1,22 prósenta hlut í Landsbankanum í byrjun ágúst 2006. Félagið jók jafnt og þétt eignarhlutinn í þeim mánuði og þann 7. ágúst átti það 1,84 prósenta hlut í bankanum. Allur hluturinn var seldur í lok júní 2007.

Ekki hefur náðst í fyrrverandi stjórnendur bankans sem er tilbúinn að útskýra grundvöll viðskiptanna og af hverju bréfin voru geymd í Panama.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK