Greiðslustöðvun Landsbankans staðfest í Bandaríkjunum

Sverrir Vilhelmsson


Dómstóll í New York hefur viðurkennt greiðslustöðvun þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Landsbanka Íslands hf. hinn 5. desember 2008. Viðurkenning þessi er veitt samkvæmt 15. kafla bandarísku gjaldþrotaskiptalaganna.

Viðurkenning þessi veitir bankanum sambærilega vernd og greiðslustöðvun veitir bankanum á Íslandi og á evrópska efnahagssvæðinu, sbr. ESB tilskipun 2001/24/EB um endurskipulagningu og slit lánastofnana, í þeim tilgangi að hámarka verðmæti eigna og tryggja jafnræði kröfuhafa, að því er segir í tilkynningu frá skilanefnd Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK