Fjögur félög á Tortola

mbl.is/hag

Fjögur félög sem skráð eru á Tortola-eyju voru stórir eigendur í Landsbanka Íslands.

Þau heita Proteus Global Holding S.A., Kargile Portfolio Inc, Peko Investment Company Ltd. og Marcus Capital Ltd og deila öll sama heimilisfangi á eyjunni samkvæmt skráningarvottorði fyrirtækjaskráar.

Á vottorðum félaganna kemur fram að umsjónaraðilar þeirra allra hérlendis eru annað hvort Landsbankinn sjálfur eða Kristján Gunnar Valdimarsson, fyrrum forstöðumaður skattasviðs bankans.

Kristján Gunnar var einnig skráður íslenskur umboðsaðili tveggja félaga frá Panama, Zimham Corp. og Empennage Inc, sem áttu stóra hluti í Landsbankanum. Öll þessi félög keyptu hlutabréf í bankanum og geymdu fyrir hann þangað til starfsmenn hans nýttu sér kauprétti sem þeir áunnu sér samkvæmt samningum. Þau voru öll á lista yfir 20 stærstu hluthafa í Landsbankanum á tímabili.

Eini kostnaðurinn sem fylgir skráningu félags á Tortola er fyrir árlega endurnýjun sem kostar 300 dali, eða rúmar 34 þúsund krónur.

Elsta félagið, Proteus Global Holding S.A., fékk leyfi til að stunda bankaviðskipti á Íslandi í febrúar 2004 og keypti þá 200 milljónir hluta í Landsbankanum, sem á þeim tíma nam 2,67 prósent af hlutafé bankans. Félagið varð þar með fimmti stærsti eigandi bankans. Það jók síðan tvívegis við eignarhlut sinn í Landsbankanum og átti um 224 milljónir hluta í honum þegar hann féll í byrjun október síðastliðins.

Þegar gengi Landsbankans stóð sem hæst í október 2007 var markaðsvirði eignarhlutar Proteusar í bankanum rétt tæpir tíu milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK