Uppfyllir ekki lánaskilyrðin

Sverrir Vilhelmsson

Nýherji uppfyllir ekki ákvæði lánasamninga við lánastofnanir þar sem kveðið er á um að fari eiginfjár- og rekstrarhagnaðarhlutfall niður fyrir tiltekin viðmið sé lánastofnunum heimilt að gjaldfella lánin.

Samkvæmt ársskýrslu Nýherja eru stjórnendur félagsins í viðræðum við lánastofnanir en þeim viðræðum er ekki lokið.

„Verði lánin gjaldfelld og ekki semst um endurfjármögnun þeirra ríkir óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins,“ segir í ársreikningnum.

Nýherji tapaði alls 1.201 milljón króna á síðasta ári samanborið við 420 milljóna króna hagnað á árinu 2007. Þar af tapaði fyrirtækið 507 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi.

Í tilkynningu frá Nýherja vegna þessa kom fram að þær hagræðingaraðgerðir sem fyrirtækið hefur ákveðið að grípa til leiði til þess að kostnaður Nýherja muni lækka um 600 milljónir króna á Íslandi í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK