Var aðvarað vegna Kaupþings

Varað var við afleiðingum þess að heimila yfirtöku Kaupþings á …
Varað var við afleiðingum þess að heimila yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander. Reuters

Breska fjármálaeftirlitið var árið 2005 aðvarað um að gefa ekki grænt ljós á yfirtöku Kaupþings á fjármálafyrirtækinu Singer & Friedlander. Aðvörunin kom frá Tony Shearer, þáverandi forstjóra Singer & Friedlander.

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times, en þar segir að Shearer muni á morgun koma fram fyrir rannsóknarnefnd á vegum breska fjármálaeftirlitsins og lýsa því þar yfir að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að taka yfir rekstur fyrirtækisins.

Segir á vef blaðsins að málið veki á ný spurningar um regluverkið sem smíðað var um fjármálamarkaðina.

Vísar blaðið til minnisblaðs til nefndarmanna í áðurnefndri rannsóknarnefnd, sem lekið var til fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 News, þar sem segir að flestir, „ef ekki allir“ stjórnarmenn Singer & Friedlander hafi deilt þessum áhyggjum með Shearer.

Breska fjármálaeftirlitið hefur brugðist við þessum ásökunum með yfirlýsingu þar sem ítrekað er að það heimili aðeins slík viðskipti að uppfylltum kröfum og að minnisblaðið endurspegli ekki á réttan hátt þá atburðarás sem fram fór við söluna.

Frétt The Times 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK