McDonald's í útrás

McDonald's
McDonald's AP

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald's ætlar að opna 175 nýja veitingastaði í Kína þrátt fyrir efnahagskreppuna. Verða staðirnir reknir í gegnum viðskiptasérleyfi. Alls mun þetta skapa tíu þúsund ný störf í Kína og er þetta mesta útrás fyrirtækisins í heiminum, samkvæmt frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua.

Almannatengslafyrirtækið Ketchum, sem sér um almannatengsl fyrir McDonald's í Kína, staðfesti þetta við Dow Jones fréttaveituna og að þetta fjölgi McDonald's stöðum um 17% í Kína en fyrir eru reknir þar 1.050 McDonald's staðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK