Bankastjórar biðjast afsökunar

Fyrrum yfirmenn tveggja af stærstu bönkum Bretlands báðust afsökunar á hruni bankanna þegar þeir komu fyrir þingnefnd í vikunni. Sögðu þeir, að kaupaukakerfið í bönkunum hefðu stuðlað að vandamálum í bönkunum og það þyrfti að endurskoða.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC, að Fred Goodwin, fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland, hafi sagt breskri þingnefnd að honum þætti afar leitt hvað gerst hefði. Þá viðurkenndi Tom McKillop, fyrrum stjórnarformaður bankans, að kaupin á þýska bankanum ABN Amro hefðu verið stór mistök.

Forsvarsmenn RBS og aðrir bankamenn hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að þiggja háar launauppbætur frá bönkum, sem síðar urðu að leita á náðir breskra skattgreiðenda. 

Goodwin sagðist ekki hafa fengið neinn launauka á síðasta ári en föst laun hans hefðu numið 1,46 milljónum punda, jafnvirði 243 milljóna króna. 

Andy Hornby, fyrrum forstjóri bankans HBOS, sagðist heldur ekki hafa fengið launaauka á síðasta ári og hefði aldrei fengið greiddan launaauka í peningum, heldur hlutabréfum í bankanum. Sagðist hann hafa tapað mun meira fé en hann hefði fengið greitt og vísaði til þess að gengi hlutabréfa breskra banka hefur hríðfallið.

Sir Fred Goodwin, fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland ásamt …
Sir Fred Goodwin, fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland ásamt Sir Tom McKillop, sem var stjórnarformaður bankans. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK