Hafa rýrnað um 181 milljarð

Seðlabanki Íslands birti í dag efnahagsyfirlit
Seðlabanki Íslands birti í dag efnahagsyfirlit mbl.is/Ómar

Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða var 181 milljarði króna lægri um áramót en hún var í lok septembermánaðar og hafði því lækkað um tíu prósent frá því að bankahrunið átti sér stað á Íslandi. Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti sem Seðlabanki Íslands birti í dag.

Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða var 1.658 milljarðar króna í lok síðasta árs en í september síðastliðnum voru eignir þeirra 1.839 milljarðar króna. Virði eigna sjóðanna dregst saman um 48 milljarða króna á milli nóvember og desembermánaða. Samkvæmt tilkynningu á veg Seðlabankans segir að þá lækkun megi helst rekja til erlendra liða. Þar er einnig tekið fram að enn ríki nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.

Hlutabréfaeign sjóðanna hefur dregist mikið saman á þessu tímabili. Hún var um 229 milljarðar króna í lok september en stóð í um 106 milljörðum króna í lok árs 2008. Þorri þeirrar rýrnunar má rekja til taps á innlendum hlutabréfum, en sjóðirnir áttu slík bréf að andvirði 141 milljarð króna í september en heildarandvirði þeirra var um 30 milljarðar króna um áramót. Tap á erlendum hlutabréfum nemur um ellefu milljörðum króna á umræddu tímabili. Þá hefur eign þeirra í erlendum hlutabréfasjóðum fregist saman um 29 milljarða króna.

Þá áttu lífeyrissjóðirnir 808 milljarða króna í verðbréfum með breytilegum tekjum fyrir hrunið en sú eign þeirra í slíkum bréfum var metin á um 601 milljarð króna í árslok.

Eign sjóðanna í verðbréfum með föstum tekjum helst nokkuð stöðug frá septemberlokum og til loka árs. Hún var 964 milljarðar króna fyrir bankahrun en var í desemberlok metin á 943 milljarða króna.

Ljóst er að lífeyrissjóðirnir hafa í auknum mæli lagt fé sitt í sjóði og bankainnstæður eftir bankahrunið því að upphæð slíkra fjárbindinga í árslok var 154 milljarðar króna en hafði verið 85 milljarðar króna í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK