Segir breska fjármálaeftirlitið hafa brugðist gersamlega

Englandsbanki í fjármálahverfi Lundúna.
Englandsbanki í fjármálahverfi Lundúna. Reutes

Þingmaður breska Íhaldsflokksins gagnrýnir Gordon Brown, forsætisráðherra landsins, harðlega, í grein á vef blaðsins Daily Telegraph, fyrir fjármálastjórn undanfarinn rúma áratug. Nefnir hann sérstaklega breska fjármálaeftirlitið, sem hann segir vera sköpunarverk Browns og kallar ofurstofnun með 2500 starfsmenn og kostar 415 milljónir punda árlega.

„Það á að hafa eftirlit með bönkunum. Til þessa hafa fimm af 10 stærstu bönkunum hrunið - þvílíkt eftirlit," segir Michael Fallon, sem er varaformaður fjármálanefndar neðri deildar breska þingsins.

„Hvers vegna var ekki brugðist við varnaðarorðunum. Hvers vegna greip fjármálaeftirlitið ekki inn í til að stöðva óhóflegar yfirtökur. Hvers vegna var þoldi stofnunin svona gríðarmikið fjármögnunargat. Menn á borð við Stevenson lávarð urðu stjórnarformenn þessara stóru bankasamsteypa án nokkurrar fjármálaþekkingar. Fjármálaeftirlitið svaf gegnum Northern Rock, greip ekki til aðgerða gegn skosku bönkunum, varaði ekki við Íslandi," segir þingmaðurinn.

Fallon segir, að það sé ekki svo erfitt að koma skikk á málin. Það þurfi að losna við hina misheppnuðu stofnun Browns, fjármálaeftirlitið. Þá þurfi reglur til að koma í veg fyrir fjármálabólur, setja fólk í bankastjórnir sem bera skynbragð á áhættu og eftirlitsmenn sem muni framfylgja reglum.

„Nái Gordon Brown ekki betri tökum á bankakerfinu okkar og peningamálum ríkisins munum við fylgja Serbíu og Íslandi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem mun sjá um það fyrir okkur," klykkir þingmaðurinn út með.

Grein Michaels Fallons

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK