Dramatíkin í Tali heldur áfram

Ragnhildur Ágústsdóttir, fráfarandi forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson til lögreglu fyrir frelsissviptingu.

Þetta kom fram á fréttavef RÚV í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Ragnhildur ekki vilja tjá sig um málið. Í gærkvöldi vildi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvorki játa því né neita að hún hefði kært.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var Ragnhildi um stund meinuð útganga af fundi hennar og Jóhanns Óla Guðmundssonar og Stefáns Geirs Þórissonar, lögmanns hans, í höfuðstöðvum Tals á fimmtudaginn sl. þar sem kynna átti fyrir henni uppsagnarbréf og úrskurð um ranga skráningu Tals í fyrirtækjaskrá.

Deilur í fyrirtækinu hófust hinn 30. desember er stjórn Tals vék Hermanni Jónassyni úr starfi forstjóra. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK