Með framtíð Baugs í hendi sér

Stefán Hilmarsson kemur til fundarins.
Stefán Hilmarsson kemur til fundarins. mbl.is/Heiðar

Stjórnendur Baugs Group gengu á fimmtudaginn sl. frá samningi um samstarf við dótturfélag Baugs í Bretlandi, BG Holding, sem nú er stýrt af PricewaterhouseCoopers (PwC) að sögn Stefáns H. Hilmarssonar, fjármálastjóra Baugs. PwC hefur stýrt BG Holding frá því að beiðni Landsbankans um greiðslustöðvun BG Holding var samþykkt fyrir breskum dómstólum.

Samningurinn felur í sér að Baugur mun á næstu vikum afhenda PwC aðgang að öllum bókhaldsgögnum og vinna með PwC að rekstri eigna BG Holding í Bretlandi. „Skilanefnd Landsbankans hefur sagt að til greina komi að halda eignum Baugs í allt að fimm ár. Stóra spurningin er hvernig uppgjöri Landsbankans við Baug verður háttað,“ segir Stefán. Skilanefnd Landsbankans hefur því í reynd framtíð félagsins í hendi sér.

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að félagið hafi átt óformleg samskipti við starfsmenn skilanefndar Landsbankans. Skilanefndin hefur hafnað því að draga til baka greiðslustöðvun BG Holding, að sögn Gunnars og vísar hann í ósk smærri kröfuhafa Baugs í þá veru.

Hinn 4. mars næstkomandi verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur beiðni Baugs um áframhaldandi greiðslustöðvun í þrjá mánuði. Líklega fær Baugur áframhaldandi greiðslustöðvun að sögn þeirra lögfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við og eru ótengdir Baugi.

Binda ekki hendur dómara

Ef kröfuhafar Baugs mótmæla greiðslustöðvuninni bindur það ekki hendur dómara heldur er það eitt af því sem dómari þarf að líta til við mat á hvort félaginu verði veitt áframhaldandi greiðslustöðvun. Aðallega þarf hann að huga að því hvort hugmyndir félagsins séu raunhæfar. Dómari getur aldrei veitt frest lengur en í sex mánuði frá því að upprunaleg heimild til greiðslustöðvunar var veitt, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK