Opera á mikilli ferð

Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera.
Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera. mbl.is/Guðmundur

Rekstur norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, sem Íslendingurinn  Jón Stephensson von Tetzchner stofnaði og stýrir, gekk afar vel á síðasta ári þrátt fyrir fjármálaumrót í heiminum. Alls jókst velta félagsins um 58% milli ára,  hagnaður félagsins á árinu 90 milljónum norskra króna, jafnvirði nærri 1,5 milljarða íslenskra króna, og áttfaldaðist frá fyrra ári. Þá hefur gengi bréfa fyrirtækisins hækkað um 77% í kauphöllinni í Ósló á síðasta ári.

Klappað var fyrir Jóni í gærmorgun þegar hann kynnti ársuppgjörið fyrir fjárfestum. og gengi hlutabréfa Opera hækkaði í viðskiptum í kjölfarið. Fram kom á fundinum, að Opera heldur áfram að ráða starfsmenn í vinnu á sama tíma og mörg önnur fyrirtæki í þessari atvinnugrein hafa sagt upp starfsfólki eða jafnvel farið í þrot.

Fram kemur á fréttavefnum e24.no, að Jón og Opera hafi verið gagnrýnd þegar hagsveiflan var í hámarki fyrir að fara sér hægt. Nú sannist það fornkveðna, að sá hlær best sem síðast hlær.

„Við höfum lagt langtímaáætlanir fyrir Opera og þeim fylgjum við, hvort sem hagsveiflurnar eru upp eða niður," hefur vefurinn eftir Jóni. Hann segir, að fjármálakreppan hafi vitaskuld áhrif á reksturinn en segist þó ekki hafa of miklar áhyggjur.

„Fólk vill hafa aðgang að netinu hvort sem það er það er kreppa eða ekki, og notkunin hefur raunar aukist. En við sjáum að hluti af viðskiptavinum okkar og samstarfsfyrirtækjum finnur fyrir kreppunni og hún hefur því einnig áhrif á okkur."

Meðal samstarfsfyrirtækjanna eru Yahoo Vodafone, Sony, Nokia og Toshiba.

Opera framleiðir samnefndan netvafra. Micosoft Explorer er langstærstur á einkatölvumarkaði en Opera hefur sérhæft sig í netlausnum fyrir önnur tæki.  Jón sagið við mbl.is fyrir skömmu, að  meginstyrkur Opera Software felist í því að fyrirtækið framleiði netvafra fyrir öll tæki, þ.e. ekki bara tölvur heldur líka farsíma, sjónvörp, leikjatölvur o.fl. og gerði t.d. nýlega samning við japanska leikjatölvuframleiðandann Nitendo.

Markaðsverðmæti Opera er nú um 3 milljarðar norskra króna og það er nú næststærsta upplýsingatæknifyrirtæki Noregs á eftir Tandberg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK