Fjárfestar frá Asíu að kaupa West Ham?

Breska blaðið Sunday Mirror segir í dag að hópur asískra fjárfesta séu í þann veginn að kaupa enska knattspyrnuliðið West Ham af Björgólfi Guðmundssyni fyrir 90 milljónir punda, jafnvirði 14,5 milljarða króna. Segir blaðið að viðræður um viðskiptin séu langt komnar og þeim kunni að ljúka í vikunni.

Björgólfur keypti West Ham í nóvember árið 2006. Eftir að íslensku bankarnir hrundu í október sl. hefur félagið hins vegar verið til sölu. Hansa ehf., eignarhaldsfélag West Ham, fékk greiðslustöðvun í nóvember og sú greiðslustöðvun var í janúar framlengd til 6. mars. Líklegt er talið að félagið fari enn fram á framlengingu nú í vikunni. 

Þegar greiðslustöðvunarbeiðnin var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram, að Hansa hefði í nóvember talið markaðsvirði West Ham United hæglega geta numið 30 til 40 milljörðum króna.

MP banki, sem er einn af lánardrottnum Hansa, mótmælti því að greiðslustöðvunin yrði framlengd. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK