Jónas Fr. endanlega hættur hjá FME

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. mbl.is

Síðasti vinnudagur Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, var á föstudaginn og hefur hann nú látið endanlega af störfum hjá FME.

Undanfarnar vikur hefur Jónas verið Ragnari Hafliðasyni, settum forstjóra FME, innan handar en Ragnar var áður aðstoðarforstjóri FME. Búið er að auglýsa stöðu forstjóra FME og var umsóknarfresturinn framlengdur til 11. mars næstkomandi.

Á annan tug umsókna hafa borist. Fyrri frestur til að sækja um starfið rann út hinn 25. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu mun framlengdur umsóknarfrestur ekki tefja þau mál sem eru til meðferðar hjá eftirlitinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK