Eigendur virðast hafa fengið há lán

Stærstu eigendur Straums Fjárfestingarbanka virðast hafa fengið há lán, alveg eins og eigendur annarra banka. Þetta kom fram á fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis í morgun þar sem fjallað var um yfirtökuna á Straumi og stöðu fjármálakerfisins.

„Mér finnst upplýsingarnar um þessar lánveitingar til stærstu eigenda stóru tíðindin af þessum fundi. Ég spurði á fundinum hvort Fjármálaeftirlitið hefði ekki vitað af þessu og hvort jafnræðis hefði verið gætt á milli hluthafa. Ég fékk þau svör að menn hefðu áttað sig á þessu en að þetta hefði verið erfitt viðureignar,“ segir Pétur H. Blöndal, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Hann segir að upphæðir hafi ekki verið nefndar á fundinum.

Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins sátu fundinn auk nýs stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, Gunnars Haraldssonar, og nýs Seðlabankastjóra, Svein Harald Øygards.

 „Hann virðist taka þetta föstum tökum og vera mjög skipulagður. Ég er ánægður með að kynnast honum, “segir Pétur.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið mög gagnlegan. Nýi seðlabankastjórinn hafi lýst yfir ánægju sinni með að megintilgangur neyðarlaganna, það er að bjarga ísl bankakerfinu, hefði tekist fullkomlega. „Það sem upp úr stendur af fundinum er að áhrifin af yfirtökunni á Straumi eru hverfandi lítil á íslenskt samfélag og að ekki hafi orðið órói í kjölfarið eins og menn óttuðust kannski. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK