Evra eða lokaður markaður

Pedro Videla.
Pedro Videla. mbl.is/ RAX

Íslendingar ættu að forðast skattahækkanir í lengstu lög að mati Pedros Videla, prófessors í hagfræði, sem ávarpaði Viðskiptaþing Viðskiptaráðs.  

Mikilvægt er rétta fjárhag hins opinbera en það næst betur með því að draga úr ríkisútgjöldum en hækkun skatta. Hækkun skatta er ekki skynsamleg leið að þessu markmiði að sögn Videla, sem er prófessor við IESE Business School við háskólann í Navarra á Spáni.

Hann sagði að færa mætti rök fyrir því að það hefði verið hægt að forðast bankahrunið ef Ísland hefði verið aðili að myntbandalagi Evrópu. Hann sagði jafnframt að slík aðild hefði eytt lausfjárvandræðum bankanna því Seðlabanki Evrópu hefði verið lánveitandi til þrautavara. Hins vegar hefði hefði slík aðild ekki komið í veg fyrir að þær aðstæður sköpuðust að bankarnir gætu ekki mætt skuldbindingum sínum.

Upptaka evru eða lokaður fjármálamarkaður
Hann sagði að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim valkostum að taka upp evru eða hafa lokað fjármálakerfi. „Valkostirnir eru ekki upptaka evru eða sjálfstæður gjaldmiðill. Valkostirnir eru upptaka evru eða lokaður fjármálamarkaður,“ sagði Videla og lagði áherslu á að Íslendingar tækju upp evru. Lokaður fjármálamarkaður væri enginn valkostur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK