Nýsir fasteignir gjaldþrota

Nýsir fasteignir rekur meðal annars fasteign Lækjarskóla í Hafnarfirði
Nýsir fasteignir rekur meðal annars fasteign Lækjarskóla í Hafnarfirði mbl.is/ÞÖK

Nýsir fasteignir ehf., dótturfélag Nýsis hf. , hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta hjá Héraðsdómi Reykjaness. Jafnframt var dótturfélag Nýsis fasteigna, Engidalur ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptafundur í þrotabúunum hefur verið boðaður þann 22. maí nk. en tveir skiptastjórar eru yfir þrotabúinu, þeir Þorsteinn Einarsson og Ástráður Haraldsson.

Nýsir fasteignir rekur  húseignir ýmissa menntastofnana og félaga. Til dæmis íþróttamiðstöð Bjarkar í Hafnarfirði, leikskólann Álfastein og Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Nýju ríkisbankarnir þrír, auk SPRON, Byrs og fleiri kröfuhafa tóku fyrr á árinu yfir hlutafé Nýsis upp í skuldir. Fyrrverandi eigendur Nýsis, þeir Sigfús Jónsson og Stefán Þórarinsson, hafa sagt skilið við félagið.

Nýsir er alþjóðlegt þekkingar- og fjárfestingarfélag, stofnað árið 1991. Meginstarfsemi félagsins er á Íslandi, Bretlandi og í Danmörku. Félagið sér m.a. um rekstur og uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins og uppbyggingu austurhafnarinnar í Reykjavík, byggingu golfvallar og íbúðasvæðis við Ölfusárósa, uppbyggingu Dulheima og íbúðasvæðis í Hveragerði, stækkun Egilshallarinnar og þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri í Mörkinni.

Á fyrri hluta ársins í fyrra tapaði Nýsis samstæðan 6.137 milljónum króna en ekki liggur fyrir afkoma félagsins fyrir árið í heild.

Í lok júní í fyrra voru dótturfélög Nýsis: Nýsir fasteignir hf, Nýsir Services ehf., Stofn fjárfestingarfélag ehf., Nýsir International hf., Nýsir þróunarfélag hf., Mörkin eignarhaldsfélag ehf., Faenus ehf., Meritum ehf., Nysir Mediterranean Limited, Operon International og Nysir UK Limited.

 Dótturfélög Nýsis fasteigna eru: Grípir ehf, Iði ehf, Nýtak ehf, Engidalur ehf, Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf, Laugahús ehf., Teknikum ehf., Fasteignafélag Austurbæjar ehf., Gránufélagið ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf.

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf. (50%), Hraðbraut ehf. (50%), Sjáland ehf. (67%), Heilsuakademían (60%), Skotsilfur (100%) og Mostur (100%). Mostur er 70% eigandi Laxnesbúsins ehf.Meritum ( 73%) Önnur dótturfélög Nýsis International hf. eru Nysir Danmark A/s (100%) Í eigu Nysir Danmark ApS eru Jehl Aps Tietgens Have (100%) og Jehl ApS Atriumhuset (100%) Í eigu Nysir Uk Limited eru NYOP Aberdeen Limited (100%), NYOP Ruthin Ltd (100%) og IBSEC (Operon) (69%)

Nýsir þróunarfélag hf. er eigandi að dótturfélögunum Golf ehf. (82,7%), Viðskiptahöllinni ehf. (100%) og Austurgötu (50%).

Öll þessi félög innifalin í samstæðureikningi félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK