Talsvert dregur úr verðbólgu

Byggingaiðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af slæmu efnahagsástandi á Íslandi.
Byggingaiðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af slæmu efnahagsástandi á Íslandi. mbl.is/Rax

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2009 lækkaði um 0,59% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,16% frá febrúar.  Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2%. Í febrúar mældist ársverðbólgan 17,6% en náði hámarki í janúar er hún mældist 18,6%.

Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir að vísitalan myndi hækka um 0,3% frá fyrri mánuði. Spáir Greining Íslandsbanka því að verðbólgan verði komin niður í 4% í upphafi næsta árs.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 5,1%

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 5,1% (vísitöluáhrif -0,76%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,72% og -0,04% af lækkun raunvaxta.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,1% (-0,13%) og verð á mat og drykkjarvöru um 0,9% (-0,12%). Þá lækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 8,3% (-0,11%).

Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (0,26%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis), að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Hægt er að skoða undirliði vísitölunnar hér, hvað einstakir liðir hafa hækkað frá janúar 2008 til mars 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK