Vextir lána til VBS og Saga tvö prósent

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital mbl.is/Skapti

Saga Capital og VBS fjárfestingarbanki þurfa að greiða tvö prósent verðtryggða vexti af láni sem fyrirtækin fá frá ríkissjóði vegna svokallaðra endurhverfra viðskipta fyrirtækjanna við Seðlabanka Íslands, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.

VBS skuldar ríkissjóði 26 milljarða króna vegna þessara viðskipta en Saga Capital skuldar honum fimmtán milljarða króna. Fyrirtækjunum var gert eitt tilboð um lán á ofangreindum kjörum til sjö ára sem þeim var gert að annaðhvort taka eða hafna. Það var ekki umsemjanlegt af hálfu ríkisins. Með þessu vonast ríkissjóður til þess að fá ofangreindar kröfur sínar að fullu greiddar.

Fyrirtækin tvö geta síðan núvirt lánin miðað við það sem þau telja eðlilegan lántökukostnað og fært sem eiginfé. Það eiginfé verða þau síðan að afskrifa á lánstímanum, eða á sjö árum.

Saga Capital og VBS eru einnig settar ákveðnar skorður varðandi rekstur fyrirtækjanna samkvæmt lánasamningunum til að tryggja hagsmuni ríkisins og auka líkur þess á fullri endurheimtu. Meðal annars gerir fjármálaráðuneytið ekki ráð fyrir því að lánið verði til þess að fyrirtækin tvö auki rekstarumfang sitt með áhætturekstri.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK