Fer ekki auralaus úr starfinu

Rick Wagoner, sem sagði af sér sem forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors í gær að kröfu Bandaríkjastjórnar, ætti ekki að þurfa vera auralaus á næstunni en hann fær greiddar 20 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 2,4 milljarða króna, í eftirlaun og launauppbætur. 

„Þetta er ekki starfslokasamningur," sagði Renee Rashid-Mereem, talsmaður GM. „Þetta eru eftirlaun og aðrar launauppbætur, sem hann hefur unnið sér inn í 32 ára starfi hjá General Motors."

Rashid-Mereem sagði að Wagoner ætti einnig rétt á ýmsum öðrum eftirlaunagreiðslum en ekki væri búið að reikna það út enn.

Wagoner, sem er 56 ára, hóf störf hjá GM árið 1977 eftir að hann hafði lokið háskólanámi frá Harvardháskóla. Hann vann sig hægt og hægt upp hjá fyrirtækinu og var m.a. yfirmaður starfseminnar í Norður-Ameríku og stjórnarformaður og varð loks aðalforstjóri árið 2003. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK