Stýrivextir lækkaðir í 15,5%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands hefur lækkað stýrivexti um 1,5 prósentustig, í 15,5%. Er þetta í takt við væntingar markaðarins en flestir höfðu spáð 100-150 punkta lækkun stýrivaxta nú. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli.

Einungis eru liðnar tæpar þrjár vikur síðan peningastefnunefndin lækkaði stýrivextina um eitt prósentustig í 17% og hafa stýrivextir því lækkað um 2,5 prósentustig á þremur vikum, úr 18% í 15,5%.  Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 25. júní nk. en ársfundur bankans verður haldinn þann 17. apríl.

Það var fyrsta stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar hinn 19. mars síðastliðinn. Þá kom fram það sjónarmið meðal sérfræðinga að með því að taka ákvörðun um aukavaxtaákvörðunardag benti það til frekari lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans innan tíðar líkt og nú hefur komið fram.

Kynningarfundur verður haldinn í Seðlabanka Íslands í dag klukkan 11 fyrir blaða- og fréttamenn og sérfræðinga ýmissa stofnana, háskóladeilda og samtaka í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK