Óvænt fé í íslenskum banka

Tugir breskra sveitarstjórna gætu fengið óvæntar greiðslur frá skilanefnd Heritable Bank, dótturfélags Landsbankans. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að sparifjáreigendur geti átt von á að minnsta kosti 70% af innistæðum sínum, að því er kemur fram í breska blaðinu Sunday Times.

Fram hefur komið að 123 breskar sveitarstjórnir áttu yfir 920 milljónir punda, jafnvirði 175 milljarða króna, á reikningum hjá Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Óttast hefur verið að þetta væri tapað fé.

Sunday Times hefur eftir Paul Carter, formanni bæjarráðs Kent, sem átti nærri 50 milljónir punda á íslenskum bankareikningum, að fyrstu greiðslur frá skilanefnd Heritable gætu borist innan nokkurra mánaða. 

Carter segir, að skiptastjórar frá Ernst & Young hafi lagt fram ýtarlega skýrslu þar sem komi fram að hægt verði að greiða 70-80 pens fyrir hvert pund á innlánsreikningum. Einnig komi fram í skýrslunni að greiðslan gæti orðið hærri ef markaðsaðstæður batna.

„Ástæðan fyrir því að við vorum með svona mikið lausafé inni á bankareikningum var sú, að við seldum mikið af hlutabréfum fyrir 18 mánuðum þegar verið var í hámarki. Við höfum verið gagnrýndir fyrir að leggja féð inn í íslenska banka en nú er útlit fyrir að við hefðum tapað mun meira fé ef við hefðum haldið fénu bundnu í hlutabréfum," segir Carter við blaðið 

Frétt Sunday Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK