12,5% samdráttur í Litháen

Frá Vilnius, höfuðborg Litháens.
Frá Vilnius, höfuðborg Litháens. mbl.is/GSH

Hagkerfi Litháens dróst saman um 12,5% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil árið 2008, að sögn hagstofu landsins í dag. Er þetta mesti samdráttur, sem orðið hefur frá því byrjað var að halda skrár yfir hagvöxt árið 1995.

Ástæðurnar fyrir samdrættinum eru einkum  minnkandi iðnaðarframleiðsla, minnkandi útflutningur og þverrandi lánsfé. 

Stjórnvöld í Litháen höfðu spáð 10,5% samdrætti á árinu öllu. „Efnahagslífið okkar er að hrapa ofan í djúpa gryfju og ég sé engar jákvæðar vísbendingar," sagði Gitanas Nauseda, sérfræðingur hjá SEB Bank í Vilnius. 

Andrius Kubilius, forsætisráðherra, segir að gert sé ráð fyrir því að á næsta ári verði mun minni samdráttur og að hagvöxtur verði á ný árið 2011. Hagvöxtur mældist 8,9% árið 2007, sem var met, en var 3% á síðasta ári.  

Sérfræðingar spá því, að hagkerfi hinna Eystrasaltsríkjanna tveggja, Eistlands og Lettlands, muni einnig dragast saman um yfir 10%.  Fjármálaráðuneyti Lettlands hefur raunar spáð 15% samdrætti í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK