Forstjóri N1 með 29 milljónir í laun

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var með tæpar 29,6 milljónir króna í árslaun á síðasta ári, að því er kemur fram í ársreikningi félagsins, sem birtur var í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 4,8 milljónir fyrir stjórnarformennsku en hann sagði sig úr stjórninni undir lok ársins 2008. Einar Sveinsson, sem tók við stjórnarformennsku, fékk 2,5 milljónir króna í stjórnarlaun.

Þá fengu þeir Halldór Jóhannsson og Jón Benediktsson 2,4 milljónir í laun fyrir stjórnarsetu og Benedikt Jóhannesson 100 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK