Tap RÚV 365,1 milljón króna

Tap Ríkisútvarpsins ohf. nam 365,1 milljón króna á tímabilinu 1. september 2008 til 28. febrúar 2009. Eigið fé RÚV er neikvætt um 336,3 milljónir króna. Rekstrarárið 1. september 2007 til 31. ágúst 2008 nam tap RÚV 739,5 milljónum króna. Eigið fé RÚV þann 31. ágúst í fyrra nam 30,9 milljónum króna og hefur því rýrnað um rúmar 305 milljónir króna á sex mánuðum.

Á hluthafafundi Ríkisútvarpsins ohf. í síðustu viku var samþykkt að breyta ríflega 562 milljóna króna skuld Ríkisútvarpsins ohf. við ríkissjóð í hlutafé. Ríkisstjórnin hafði áður samþykkt, að tillögu menntamálaráðherra, að þetta yrði gert, en yfirlýsing ríkisstjórnarinnar var háð samþykkt hluthafafundar Rúv ohf.

Breyting skuldarinnar í hlutafé er háð ýmsum skilyrðum. Til dæmis verður þjónustusamningur Rúv ohf. við ríkið endurskoðaður með það fyrir augum að skerpa á skilgreiningu og hlutverki almannaþjónustuútvarps. Einnig verða gerðar breytingar á fjárreiðu- og eftirlitsákvæðum í samningnum.

Útvarpsstjóri með 9,3 milljónir í laun og bifreiðahlunnindi

Heildarlaun og þóknanir til tíu helstu stjórnenda RÚV námu 52,2 milljónum króna á tímabilinu 1. september 2008 til 28. febrúar 2009. Þar af eru heildarlaun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar að meðtöldum bifreiðahlunnindum 9,3 milljónir króna á tímabilinu. Stjórnarlaun námu 3,4 milljónum króna á tímabilinu.

Árshlutareikningur Ríkisútvarpsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK