„Yfirlýsing um tæknilegt gjaldþrot"

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Reuters

Sjö félög sem gefa út skuldabréf í Kauphöll Íslands hafa á undanförnum dögum tilkynnt um frestun á birtingu ársuppgjöra sinna, en slíkum ber að skila fyrir apríllok. Þau vísa öll í sömu undanþágu í lögum um verðbréfaviðskipti.

Um 52 prósent af öllum skuldabréfum útgefnum á Íslandi eru í eigu lífeyrissjóða landsins. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, segist ekki sjá hvaða ávinning félögin hafi af því að birta ekki uppgjörin.

„Ég sé ekki hvernig þau bæta stöðu sína með því að birta ekki. Það er ekki eins og staða þessara félaga sé einhver ný frétt fyrir fólk sem býr í þessu landi. Þetta er meira og minna yfirlýsing um að félögin séu tæknilega gjaldþrota. Mörg þessara félaga eru enda búin að senda frá sér tilkynningar um að þau séu annaðhvort í formlegum eða óformlegum samningum við kröfuhafa sína vegna stöðu sinnar.“

  Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar, segir félögin samt sem áður skyldug til að birta ákveðnar upplýsingar. „Jafnvel þótt útgefandi skuldabréfa ákveði að birta ekki uppgjör þá ber viðkomandi útgefanda engu að síður að birta innherjaupplýsingar tafarlaust, bæði samkvæmt verðbréfaviðskiptalögunum og reglum Kauphallarinnar. Frá þessu er engin undanþága.“

Félögin sem um ræðir eru Atorka, Stoðir/FL Group, Teymi, Kögun, Landsafl, Landic Property og 365.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK