Ófagleg ákvörðun um vexti

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

„Tilgangurinn með peningastefnunefndinni var að teknar yrðu faglegar ákvarðanir um vexti. Annaðhvort vinnur meirihluti nefndarinnar gegn betri vitund eða skilur ekki þær grunnforsendur sem að baki ákvörðunar nefndarinnar ættu að liggja. Fundargerðin bendir til hins síðarnefnda,“ segir Benedikt Jóhannesson í nýjasta hefti Vísbendingar, vikurits um efnahagsmál sem hann ritstýrir.

Máli sínu til stuðnings nefnir Benedikt að rangar upplýsingar hafi birst í fundargerð peningastefnunefndar þar sem færð eru rök fyrir ákvörðun nefndarinnar um stýrivexti Seðlabankans.

Ekki sé rétt, sem fram kemur, að gengi krónunnar hafi byrjað að lækka í byrjun mars. Gengið hafi verið stöðugt frá upphafi mars til 16. mars. Hann telur að hinni röngu setningu virðist ætlað að styrkja þá kenningu að stýrivaxtalækkunin 19. mars hafi ekki haft áhrif á gengi til lækkunar heldur hafi sú lækkun verið löngu hafin.

„Miklu alvarlegra er þó að nefndin vinnur eftir röngum upplýsingum um verðbólguna,“ segir í Vísbendingu. Í rökstuðningi nefndarinnar sé miðað við tólf mánaða verðbólgu aftur í tímann í stað þess að miða við verðbólguna eins og hún er í dag. Skautað sé yfir þá staðreynd, eins og hún skipti engu, að vísitala neysluverð lækkaði í mars. Hlutverk nefndarinnar sé ekki að taka saman sögulegar upplýsingar heldur taka vaxtaákvörðun sem geti haft afgerandi áhrif á þróun efnahagslífsins um langa framtíð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK