Athugasemdir við fréttaflutning

Frá aðalfundi Byrs .
Frá aðalfundi Byrs . Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ágúst Ármann, fyrrverandi stjórnarrmaður í Byr, vill koma á framfæri athugasemdum vegna fréttaflutnings um málefni Byrs. Karen Millen telur einnig tilefni til athugasemdar við umfjöllun fjölmiðla en hún álítur að vegið hafi verið að heiðri Ágústs.

Í athugasemd Ágústs segir:

„Í fréttum RÚV og Stöðvar 2 í gær var þátttaka mín á aðalfundi Byrs gerð tortryggileg. Því er ranglega haldið fram að ég hafi tryggt mér kosningarrétt á aðalfundi sparisjóðs Byrs með því að framvísa umboði frá Kaupþingi Luxemburg.

Hið rétta er að ég er stofnfjáreigandi í sparisjóði Byr og hef því fullan rétt á að nýta atkvæðisrétt minn á aðalfundi eins og aðrir stofnfjáreigendur. Einnig tók ég að mér að fara með umboð fyrir tiltekna erlenda eigendur stofnfjárhluta í Byr og greiða atkvæði fyrir þeirra hönd.

Umræddir aðilar eru löglegir eigendur stofnfjárhlutanna og fylgir yfirlýsing þeirra hér með, sem ég var beðinn um að koma á framfæri.

Ég furða mig á framgöngu og ósvífnum ummælum Sveins Margeirssonar, stjórnarmanns í Byr, sem hótar að „fara dómstólaleiðina" og „kæra til lögreglu". Ennfremur furða ég mig á fjölmiðlum sem birta rakalausar aðdróttanir í þessu veru án þess að kynna sér staðreyndir.

Í yfirlýsingu frá Karen Millen segir:

„Athygli mín hefur verið vakin á því að einn stjórnarmanna í Byr, Sveinn Margeirsson, láti að því liggja í mörgum íslenskum fjölmiðlum að eitthvað hafi verið athugunarvert við kosningu fyrir mína hönd á aðalfundi Byrs, sem haldinn var sl. miðvikudag.

Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að ég og fjölskylda mín höfum um árabil átt stofnfjárhluti í Byr og forvera hans. Við báðum Ágúst Ármann að mæta fyrir okkar hönd á aðalfund Byrs og greiða atkvæði fyrir okkar hönd. Bréfin hafa verið í vörslu Kaupþings í Lúxemborg og veitti bankinn því Ágústi umboð til að fara með atkvæðisrétt skv. fyrirmælum okkar.

Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna stjórnarmaðurinn, Sveinn Margeirsson, kýs að gera þetta tortryggilegt. Það er óviðunandi að stjórnarmaður í Byr gangi fram með þessum hætti gegn löglegum eigendum stofnfjárhluta í Byr, sem hafa rétt til að nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfundi eins og þeir kjósa. Ég harma ennfremur að vegið sé að heiðri Ágústar Ármann með þessum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK