Niðurfellingum á skuldum stjórnenda verður vísað til FME

Morgunblaðið/Eyþór

Miklar líkur eru á því að Kauphöll Íslands vísi niðurfellingu Teymis á skuldum stjórnenda félagsins til Fjármálaeftirlitsins (FME). Teymi tók yfir félög, og skuldir, í eigu forstjóra og fjármálastjóra félagsins í október síðastliðnum þegar Teymi var afskráð.

Yfirtakan var hluti af kaupréttarsamningi við mennina sem tryggði að þeir gátu ekki tapað á hlutabréfakaupum sínum í félaginu. Skuldin, sem er við Íslandsbanka, stóð í 829 milljónum króna í lok febrúar.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segist telja að málið, og önnur af sama meiði, þurfi frekari skoðun. „Það er langlíklegast að við munum einfaldlega vísa málinu áfram til frekari skoðunar vegna þess að Teymi er ekki lengur í samningssambandi við okkur eftir afskráningu. En við svona aðstæður eins og eru núna þá er Fjármálaeftirlitið sá aðili sem við vísum málum til. Við teljum eðlilegast að þeir skoði þetta frekar en við, þar sem það er ekki hægt að fá botn í svona mál með öðrum hætti en að spyrjast fyrir um þau.“ 

Fjallað er nánar um þessi mál í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK