Þurfa 2.000 milljarða dala

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Fjármögnunarþörf bandaríska ríkisins á þessu ári nemur 2.000 milljörðum dala (um 250.000 milljörðum króna). Þörfin kemur til vegna mikils hallareksturs á ríkissjóði ofan á alls kyns fjárhagsaðstoð við fyrirtæki og fjárframlög, sem ætlað er að örva hagkerfið.

Þarf ríkið að afla 900 milljarða dala fyrir september í ár. Í þessari viku mun bandaríska ríkið selja skuldabréf og víxla fyrir alls um 100 milljarða dala og hefur ávöxtunarkrafa á bandarísk ríkisskuldabréf hækkað umtalsvert frá því í mars.

Til þessa hafa alltaf fundist kaupendur að öllum bandarískum ríkisskuldabréfum ólíkt því sem gerst hefur í Bretlandi og Þýskalandi, þar sem haldin hafa verið ókláruð skuldabréfaútboð.

Hafa fjárfestar áhyggjur af því að matsfyrirtæki muni hugsanlega lækka lánshæfiseinkunn bandaríska ríkisins.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK