Vilja reka forstjóra Exista

Stærstu innlendu kröfuhafar Exista vilja taka yfir félagið og setja alla stjórnendur þess til hliðar. Bréf þess efnis var sent til Exista fyrir helgi og höfðu stjórnendur félagsins frest fram að miðnætti í gær til að bregðast við því. Ef þeir yrðu ekki við beiðni kröfuhafanna þá ætluðu þeir að gjaldfella skuldir Exista og setja félagið í greiðslustöðvun.

Forstjórar Exista eru Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson. Lýður Guðmundsson er starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins.

Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Í svari stjórnenda Exista segir að félagið geti „að sjálfsögðu ekki orðið við kröfum sem settar eru fram í bréfi bankanna án þess að leita samráðs við aðra kröfuhafa félagsins, sérstaklega í ljósi þess að umdeilt er að þrír bankanna eigi nokkrar kröfur á hendur Exista“. Ekki verði betur séð en að vilji bankanna sé sá að varpa fyrir róða allri þeirri greiningarvinnu og tillögugerð sem farið hafi fram undangengna mánuði.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK