Fara þarf varlega í vaxtalækkanir

Franek Roswadowsky og Mark Flanagan.
Franek Roswadowsky og Mark Flanagan. mbl.is/GSH

Horfa þarf vandlega á stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum áður en tekin er ákvörðun um lækkun stýrivaxta. Segir Mark Flanagan, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að við núverandi aðstæður, þegar gengi krónunnar er nærri sögulegu lágmarki, geti verið varhugavert að lækka stýrivexti í júní. Segir hann þó að ákvörðun um hugsanlega vaxtalækkun sé alfarið í höndum Seðlabankans.

Aðild að ESB er engin töfralausn fyrir Ísland, að sögn Franeks Roswadowsky, fastafulltrúa IMF á Íslandi. „Það er engin töfralausn fyrir land, sem hefur gengið í gegnum þær hremmingar sem Ísland hefur gengið. Ísland þarf að ganga í gegnum harkalega aðlögun.”


Segir Flanagan að tafir hafi orðið á innleiðingu áætlunar IMF og íslenskra stjórnvalda. Endurfjármögnun bankakerfisins sé á eftir áætlun og sama eigi við um aðgerðir til jöfnunar á hallarekstri ríkissjóðs. „Tafirnar hafa að einhverju leyti verið óumflýjanlegar, enda voru kosningar á tímabilinu. Þá tefur það einnig ferlið, þegar haft er samráð við hagsmunaaðila, eins og íslensk stjórnvöld hafa gert.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK