Gera athugasemdir við hæfismat

Jónas Haralz hefur þekkt marga fyrrverandi seðlabankastjóra. Á myndinni heilsar …
Jónas Haralz hefur þekkt marga fyrrverandi seðlabankastjóra. Á myndinni heilsar hann Jóhannesi Nordal. Kristinn Ingvarsson

Nokkrir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra hafa gert athugasemdir við hæfismat nefndar forsætisráðuneytisins. Óánægja er innan hópsins með vægi ákveðinna þátta. Matsnefndin skilar endalegri niðurstöðu á föstudaginn.

Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson voru taldir mjög vel hæfir til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Tryggvi Pálsson, Yngvi Örn Kristinsson og einn annar umsækjandi voru taldir vel hæfir til að gegna stöðunni. Heimildir mbl.is er að sá umsækjandi sé Þorvaldur Gylfason prófessor.

Jónas Haraldz, formaður matsnefndar, segist ekki geta gefið upp hvernig einstaka umsækjendur voru metnir. Umsækjendur hafi fengið bréf sent frá nefndinni og hafi nú tíma til að gera athugasemdir. Nefndin hafi tíma út þessa viku til að svara þeim athugasemdum.

Samkvæmt heimildum mbl.is var nokkur óánægja meðal umsækjenda hvernig einstaka þættir voru metnir af nefndinni. Reynsla af opinberum störfum virðist hafa vegið mun meira en önnur störf þrátt fyrir að viðkomandi hafi lítil afskipti haft af fjármálamörkuðum.

Er í því sambandi bent sérstaklega á að Arnór Sighvatsson, núverandi aðstoðarbankastjóri og fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans, hafi verið tekinn framyfir marga aðra og sagður mjög vel hæfur til að gegna stöðunni.

Telja gagnrýnendur aðferðafræðinnar að ekki megi horfa framhjá mikilvægri reynslu einstaklinga, sem koma úr háskólum eða fjármálalífi,  þegar sótt er um opinberar stöður. Til dæmis hafi Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, komið úr háskólasamfélaginu og fjármálaráðherrar úr stórum fjármálafyrirtækjum.

Vegna þessa sendu fjölmargir athugasemdir við störf matsnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaða matsnefndar verði birt opinberlega. Það komi í ljós á föstudaginn eða eftir helgina þegar nefndin hefur skilað af sér niðurstöðu.

Tveir af átta mjög vel hæfir

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra sem uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði um háskólapróf eru: Arnór Sighvatsson hagfræðingur, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, Már Guðmundsson hagfræðingur, Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur, Tryggvi Pálsson hagfræðingur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.

Umsækjendur um embætti aðstoðarseðlabankastjóra eru: Arnór Sighvatsson hagfræðingur, Baldur Pétursson viðskiptafræðingur, Daníel Svavarsson hagfræðingur, Halldór Eiríkur S. Jónhildarson þjóðréttar- og lögfræðingur, Haukur Camillus Benediktsson hagfræðingur, Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, Jón G. Jónsson viðskiptafræðingur, Jón Þ. Sigurgeirsson viðskiptafræðingur, Lilja D. Alfreðsdóttir hagfræðingur, Lúðvík Elíasson hagfræðingur, Ólafur Þórisson hagfræðingur, Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur, Tamara Lísa Roesel viðskiptafræðingur, Tryggvi Pálsson hagfræðingur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK