FME mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds

Fjármálaeftirlitið (FME) mun á næstunni vísa viðskiptum tengdum eignarhaldsfélaginu Stím til viðeigandi ákæruvalds innan stjórnsýslunar vegna gruns um refsiverða háttsemi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stím-málið mun þá annaðhvort rata inn á borð sérstaks saksóknara eða efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

FME hefur haft mögulega markaðsmisnotkun Glitnis vegna Stím viðskiptanna til skoðunar frá því í fyrrahaust, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. FME hafði áður gert úttekt á málum varðandi Stím í nóvember 2007 án þess að grípa til sérstakra aðgerða.

Þegar málið var tekið upp að nýju ári síðar mun ýmislegt hafa skýrst sem kom ekki í ljós í fyrri skoðunum.

Stím ehf. var sett sérstaklega á fót til að kaupa bréf í Glitni og FL Group, stærsta eiganda Glitnis, fyrir tæpa 24,8 milljarða króna í nóvember 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir sjálfur, sem lánaði Stím einnig 19,6 milljarða króna til kaupanna. 

Rannsóknir opinberra aðila á meintri markaðsmisnotkun Glitnis – og reyndar Landsbankans og Kaupþings líka í ótengdum málum – snýst um að þeir eru taldir hafa haft áhrif á verð hlutabréfa í sjálfum sér eða eigendum sínum. Oftar en ekki lágu upplýsingar um slíkt ekki fyrir þegar viðskiptin fóru fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK