Vodafone verður selt „eins fljótt og kostur er“

Íslenska ríkið hefur nú eignast 57,2% í fjarskiptafyrirtækinu Vodafone í gegnum eignarhald sitt á Landsbankanum. Sem kunnugt er hafa lánardrottnar Teymis, móðurfélags Vodafone, staðfest nauðasamning félagsins, en Landsbankinn var langstærsti kröfuhafi Teymis.

Fjölmargir innlendir og erlendir aðilar hafa þegar spurst fyrir um og lýst yfir áhuga á Vodafone á Íslandi hjá Landsbankanum. Má þar nefna Føroya Tele sem er stærsta fjarskiptafyrirtæki Færeyja og í beinni samkeppni við Vodafone Føroya, dótturfélag Teymis.

Héraðsdómur á eftir að staðfesta nauðasamning Teymis og einnig er samningurinn háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum ætti umbreytingarferli, sem Teymi fer í gegnum nú í sumar, að vera lokið í ágúst og þá taki ný stjórn kröfuhafa formlega við félaginu.

Þær upplýsingar fengust frá Landsbankanum að það væri stefna bankans að selja eins fljótt og kostur væri þær eignir sem bankinn eignaðist vegna erfiðleika skuldara. Annað markmið væri hins vegar að tryggja að bankinn endurheimti sem mest af verðmætum upp í kröfur. Bankinn myndi því ekki selja Vodafone fyrr en ljóst væri að viðunandi verð fengist fyrir hlutinn. Af þeim sökum mætti búast við að bankinn þyrfti að halda sumum hlutabréfum, eins og eignarhlut sínum í Vodafone, þar til afkoma fyrirtækja kæmist aftur í eðlilegt horf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK