Eignir duga ekki fyrir Icesave

Þorsk fyrir Icesave? Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli fyrir …
Þorsk fyrir Icesave? Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli fyrir nokkru þegar samkomulag ríkisstjórnarinnar við hollensk og bresk stjórnvöld var tekið til umræðu. mbl.is/Eggert

Samkvæmt uppfærðu mati sérfræðinga skilanefndar Landsbankans á eignum bankans, frá því í febrúar á þessu ári til aprílloka, er gert ráð fyrir að um 1100 milljarðar króna fáist fyrir eignir upp í kröfur á hendur bankanum.

Síðast þegar Landsbankinn skilaði eignamati hinn 20. febrúar síðastliðinn voru eignir bankans metnar á 1195 milljarða króna. Matið gerir því ráð fyrir að verðmæti eigna hafi rýrnað um 95 milljarða.

Skilanefnd stefnir á að framkvæma heildstætt eignamat fyrir 20. nóvember næstkomandi þegar haldinn verður opinn fundur kröfuhafa bankans.

Miðað við að innlánskröfur, sem eru alls um 1.330 milljarðar króna og að langstærstum hluta vegna Icesave- innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi, séu forgangskröfur, þýðir þetta að um 83% fást upp í forgangskröfur miðað stöðuna 30. apríl síðastliðinn.

Útlán stærsti hluti eigna
Forsendur fyrir eignamatinu eru að engar eignir Landsbanka Íslands hf. séu seldar á hrakvirði og að útlán, en útlánasöfn eru langstærsti hluti eigna bankans, séu innheimt samkvæmt skilmálum þeirra („hold to maturity") eins og greiðslugeta skuldara/greiðenda og settar tryggingar duga til. Bent er sérstaklega á að endanlegt virði eigna bankans er háð mikilli óvissu, m.a. vegna óþekktrar þróunar efnahagslegra þátta bæði innanlands og utan, sem getur haft áhrif á framtíðarvirði undirliggjandi eigna.

Heildarvirði eigna Landsbankans 30. apríl 2009 er metið 816 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að við þá fjárhæð bætist 284 milljarða króna greiðsla frá Nýja Landsbankanum (NBI hf.) sem er gagngjald fyrir þær eignir sem fluttar voru yfir til Nýja Landsbankans í byrjun október á síðasta ári. Þessi fjárhæð er háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið. Þá er vakin athygli á að öllum tölum ber að taka með varúð vegna mikilla breytinga á gengi gjaldmiðla, sérstaklega á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlunum.

Með alla þessa óvissuþætti í huga er það niðurstaða skilanefndar Landsbankans að verðmæti allra eigna bankans í hinn 30. apríl síðastliðinn sé um 1.100 milljarðar króna. Matið er í sífelldri endurskoðun og mun taka breytingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK