Jobs aftur til vinnu

Steve Jobs, forstjóri Apple.
Steve Jobs, forstjóri Apple. Reuters

Steve Jobs, forstjóri Apple, er sagður hafa mætt til vinn í gær eftir hálfs árs veikindaleyfi. Jobs, sem er 54 ára, mun hafa gengist undir lifrarígræðslu fyrir tveimur mánuðum.

Apple hefur neitað að tjá sig um málið en í tilkynningu, þar sem birtar voru sölutölur um nýja kynslóð iPhone, var vitnað til ummæla Jobs um þær.

Í bloggheimum er hins vegar að finna frásagnir um að sést hafi til Jobs á skrifstofum Apple.  „Jobs er í byggingunni," segir m.a. á bloggsíðu Jim Goldman, fréttamanns CNBC, sem er vinur forstjórans.

„Staðfest! Steve Jobs kom til vinnu í dag, að sögn starfsmanna sem sáu hann," skrifar Goldman.  

Reutersfréttastofan hafði eftir heimildarmönnum, að Jobs hefði sést fara út úr aðalskrifstofum Apple í Cupertino og stíga inn í svartan bíl. Í bílnum voru svartklæddir menn með heyrnartól. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK