Langflug tekið til gjaldþrotaskipta

Finnur Ingólfsson.
Finnur Ingólfsson. mbl.is/ Golli

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 4. júní síðastliðinn var Langflug ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Langflug er í 2/3 hluta í eigu FS7, félags Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, og 1/3 hluta í eigu fjárfestingafélagsins Giftar.

Skipaður hefur verið skiptastjóri yfir þrotabúinu og er það Benedikt Ólafsson hæstaréttarlögmaður.

Langflug var stofnað haustið 2006 um eignarhlut sem Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga keypti í Icelandair Group. Í júní 2007 var Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga slitið og eignir félagsins voru færðar í nýtt hlutafélag, Gift hf.

Skilanefnd Landsbankans leysti til sín 23,84% hlut Langflugs í Icelandair Group í maí síðastliðnum en bankinn hafði fjármagnað kaup Langflugs á sínum tíma og voru hlutabréfin til tryggingar fyrir lánunum.

Sjá frétt mbl.is um hvernig FS7 eignaðist hlut í Icelandair:
Umdeildur kaupréttarsamningur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK