Rifta kaupum á húsi í Macau

Mikill uppgangur hefur verið í Macau á undanförnum árum.
Mikill uppgangur hefur verið í Macau á undanförnum árum. Reuters

Fyrirtækin Shun Tak Holding Limited og Hong Kong Land tilkynntu í Hong Kong í  gær að íslenska tryggingafyrirtækið Sjóvá Almennar hafi samið um að bakka út úr kaupsamningi á Turni IV  sem er hluti af lúxusbyggingarsamstæðunni One Central Residences í Macau, í grennd við Hong Kong og Shun Tak er nú að byggja.

Verktakarnir hafa fengið greiddar miskabætur frá Sjóvá fyrir að samþykkja samningsslitin. Heildarsamningurinn var upp á um 100 milljónir bandaríkjadala eða um  13 milljarða króna á núvirði.

Blaðið South China Morning Post, virtasta dagblað í Hong Kong, greinir frá þessu í viðskiptahluta blaðsins. Macau er sjálfstjórnarsvæði líkt og Hong Kong.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK