Íslensk afþreying gjaldþrota

Ari Edwald er stjórnarformaður Íslenskrar Afþreyingar. Félagið hét áður 365.
Ari Edwald er stjórnarformaður Íslenskrar Afþreyingar. Félagið hét áður 365. Ómar Óskarsson

Stjórn Íslenskrar afþreyingar hf. tók í morgun ákvörðun um að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning þess efnis birtist fyrir skemmstu í Kauphöll Íslands.

Félagið hét áður 365 hf. en nafni þess var breytt í Íslenska afþreyingu í nóvember 2008 þegar fjölmiðlahluti samsteypunnar var seldur til Rauðsólar ehf., sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Rauðsól heitir í dag Sýn ehf. og á meðal annars fjölmiðlana Stöð 2, Fréttablaðið og Bylgjuna.

Eftir í Íslenskri afþreyingu voru þá Sena og EFG ehf. Öll hlutabréf í Senu voru seld til Garðarshólma í mars síðastliðnum, en Sena rekur verslanir Skífunnar og kvikmyndahúsin Smárabíó, Háskólabíó, Regnbogann og Borgarbíó Akureyri. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var einnig búið að selja EFG ehf., sem á Saga Film og önnur norræn félög í auglýsingaframleiðslu. Inni í Íslenskri afþreyingu voru því fyrst og síðast skuldir þegar ákvörðun stjórnar um sækja um gjaldþrotameðferð var tekin í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK