Aðgangur að lánsfé lausnin

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sem nú stendur yfir að ekki yrði hægt að lofa neinu um tímasetningar í tengslum við einkavæðingu hinna nýju ríkisbanka. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, sagði að lausn bankakreppunnar væri aðallega spursmál um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé.

Gylfi sagði að markmiðið væri ekki að ríkið ætti bankana til lengri tíma. 

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, sagði að draga mætti fimm lærdóma af hruni fjármálakerfa.  Markaðir væru til staðar þegar engin þörf væri á þeim, en ekki til staðar þegar þeirra væri þörf. Eignarhald ríkisins tæki á sig aðra mynd við endurskipulagningu en þegar stöðugleika gætti, endurskipulagning væri afar krefjandi en þörf væri á markvissri, faglegri stjórnun. Jafnvel þegar stjórnir og stjórnendur væru traustsins verðir færu hagsmunir ríkisins sem eiganda og bankanna ekki alltaf vel saman. Ríkið yrði að beita sér fyrir því að stýra starfsemi í skjóli eiginfjárframlags, sem væri afturhvarf til hefðbundinnar „gamaldags“ bankastarfsemi. 

Hátt skuldahlutfall fyrirtækja

 Øygard sagði að hátt skuldahlutfall fyrirtækja fyrir hrun bankanna, hátt hlutfall erlends gjaldeyris, hrun hlutabréfamarkaðar og samdráttur hefðu leitt til rýrnunar efnahagsreikninga bankanna. Hann sagði að hlutfall lána í vanskilum væri hátt en ekki einsdæmi. Um væri að ræða sambland af stórum lánasöfnum með háu hlutfalli vanskila meðal fasteigna- og eignarhaldsfélaga. Stór lánasöfn væru einnig í fiskiðnaði og framleiðslu en hlutfall vanskila væri lægra þar. 

  Øygard sagði að lausn bankakreppunnar væri aðallega spursmál um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé. Fjölda aðgerða væri þörf, endurreisa þyrfti sterkt innlent bankakerfi sem tæki mið af bestu framkvæmd í greininni, með sérstaka áherslu á góða stjórnunarhætti. Opna þyrfti útibúa alþjóðlegra stofnana og bjóða lánafyrirgreiðslu og koma þyrfti á kerfi fyrir beina fjárfestingu erlendra aðila í stórum og meðalstórum fyrirtækjum. 

Svein Harald Øygard
Svein Harald Øygard mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK