Húsleit á níu stöðum

Höfuðstöðvar Sjóvár
Höfuðstöðvar Sjóvár mbl.is/ÞÖK

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á fjárfestingum og lánastarfsemi vátryggingafélagsins Sjóvár-Almennra trygginga fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag. Alls hafa verið framkvæmdar 9 húsleitir vegna rannsóknar málsins að undangengnum úrskurði héraðsdóms.

Til rannsóknar er grunur um meint brot á lögum um hlutafélög, brot á lögum um vátryggingastarfsemi og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum félagsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara.

„Um er að tefla verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns og fjölmörgum tilvikum. Málinu var vísað til embættis sérstaks saksóknara samkvæmt ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins.

Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á 7 stöðum samtímis í morgun. Alls tóku um 25 manns þátt í aðgerðunum í dag og auk starfsmanna embættisins tóku þátt lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu," að því er segir í tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK