MP hefur brugðist við athugasemdum frá Litháen

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka. Kristinn Ingvarsson

MP banki leggur áherslu á í yfirlýsingu til mbl.is að öll starfsemi bankans og útibúa fullnægi öllum kröfum laga og reglna. Mbl.is sagði frá því fyrr í dag að Fjármálaeftirlitið í Litháen hafi vísað máli MP banka til íslenska Fjármálaeftirlitins.

„Á fyrri hluta ársins gerði Fjármálaeftirlitið í Litháen ítarlega úttekt á útibúi bankans í Litháen. Á meðal niðurstaða úttektarinnar voru tvær athugasemdir. Annars vegar að eitt ákvæði í viðskiptaskilmálum útibúsins  sem varðar sönnunarbyrði á pöntunum, kunni að vera í andstöðu við litháísk lög,“ segir í yfirlýsingu MP Banka.

„Hins vegar að bankinn hafi ekki fullnægt öllum þeim kröfum sem gerðar eru til vörslu gagna, t.d. voru einstaka viðskiptabeiðnir sem bárust í síma ekki áritaðar um að þær hafi borist í síma.   Brugðist hefur verið við athugasemdum eftirlitsins í Litháen. 

Athugasemdir Fjármálaeftirlitsins í Litháen eru sjálfkrafa sendar til Fjármálaeftirlitsins á Íslandi sem annast eftirlit með MP Banka.  MP Banki telur sig standa mjög vel að rekstri útibúsins í Litháen og mun að sjálfsögðu breyta skilmálum sínum og starfsreglum til samræmis við þarlend lög, eftir því sem við á.
 
Það er ekki rétt sem fram kemur í frétt mbl.is að að MP Banki hafi brotið lið í almennum samningi um fjármálastarfsemi í landinu. Ekkert slíkt kemur fram í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins í Litháen. Virðist sá þáttur tilkynningarinnar um að ákvæði í viðskiptasamningum MP Banka kunni að brjóta í bága við litháensk lög hafi verið misskilin.  MP Banki leggur áherslu á að öll starfsemi bankans og útibúa fullnægi öllum kröfum laga og reglna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK