Segja Kortaþjónustuna iðna við kvartanir

Visa
Visa

Forsvarsmenn Valitor segja að Kortaþjónustan, sem hefur sent inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins meintrar misnotkunar Valitor á markaðsráðandi stöðu á færsluhirðingarmarkaði, iðna við að leggja fram kvartanir þar sem Valitor er 20. íslenska fjármálafyrirtækið sem félagið kvartar yfir í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor.

„Komið hefur fram í fjölmiðlum í morgun að Kortaþjónustan hafi sent inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Valitor á markaðsráðandi stöðu á færsluhirðingarmarkaði. Jafnframt hefur talsmaður Kortaþjónustunar uppi ávirðingar á stjórnendur Valitor sem komið hafa að félaginu á undanförnum misserum.

Kortaþjónustan er umboðsaðili danska kortafyrirtækisins PBS á Íslandi og starfar á færsluhirðingarmarkaði í umboði danska félagsins. PBS er í eigu viðskiptabankanna í Danmörku og danska Seðlabankans. PBS nýtur einokunarstöðu á dönskum færsluhirðingarmarkaði. Valitor er 20. íslenska fjármálafyrirtækið sem Kortaþjónustan kvartar undan til Samkeppniseftirlitsins á árinu 2009 að því er best er vitað.

Áður hefur Kortaþjónustan kvartað undan öllum íslensku viðskiptabönkunum, öllum sparisjóðum og einu kortafyrirtæki. Ekki er hægt að útiloka að Kortaþjónustan hafi kvartað undan fleiri fyrirtækjum á árinu. Valitor telur kæru Kortaþjónustunnar ekki eiga við rök að styðjast enda hefur fyrirtækið fylgt í hvívetna fyrirmælum laga og reglna um hegðun á markaði," að því er segir í tilkynningu frá Valitor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK