Milljarðarnir til Samson Global fóru í önnur lán

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson Kristinn Ingvarsson

Þeir tæplega tuttugu milljarðar sem Björgólfsfeðgar lánuðu öðru félagi í sinni eigu í Lúxemborg fóru í greiðslur vegna veðkalla og uppgreiðslu á lánum, segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga.

Um var að ræða víkjandi lán upp á 90 milljónir evra til Samson Global í Lúxemborg, en félagið er í eigu Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfsfeðga.

Lífeyrissjóðir tapa

Þrotabú Samsonar hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn félaginu í Lúxemborg til að fá skuldina greidda, en hún stendur í 109,5 milljónum evra eða um 19,4 milljörðum króna, samkvæmt stefnunni. Lýstar kröfur í þrotabú Samsonar á Íslandi nálgast nú hundrað milljarða en eignir búsins nema rúmum 2,3 milljörðum. Það þýðir að ef ekkert fæst úr málshöfðunum þrotabúsins munu lánveitendur Samsonar tapa mismuninum, á tíunda tug milljarða króna, en á meðal kröfuhafanna eru íslenskir lífeyrissjóðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK