Búið að greiða út 57 milljarða króna

Alls hafa verið greiddar út 320 milljónir evra, um 57 milljarðar króna til innistæðueigenda Edge-reikninga Kaupþings. Þann 17. júlí sl. höfðu 33.530 Edge innstæðueigendur þegar fengið greitt en um 800 voru eftir sem skýrist af því að staðfestingar hafa ekki borist frá þeim eða upplýsingar eru ekki réttar. Þetta kemur fram á upplýsingavef skilanefndar Kaupþings.

Bankinn og íslenska ríkið hafa komist að samkomulagi um skilyrta fjármögnun á Nýja Kaupþingi þar sem Kaupþingi gefst kostur á að eignast 87% hlutafjár gegn framlagi á 65% af heildarfjármögnun Nýja Kaupþings. Ríkissjóður leggur á móti fram 35% af heildarfjármögnun í formi víkjandi láns og almenns hlutafjár og eignast 13% hlutafjár.

Fjármögnun af hálfu Kaupþings er háð eftirfarandi skilyrðum: tilskilinni skjalagerð, ásættanlegri áreiðanleikakönnun, samþykki eftirlitsaðila og samþykki skilanefndar en hún hyggst m.a. líta til samráðs við kröfuhafa. Það er markmið beggja aðila að klára alla skjalagerð fyrir 31. júlí 2009 en það er gert að skilyrði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 14. ágúst 2009. Ef málsaðilar hafa ekki komist að niðurstöðu fyrir þann tíma þá fellur rammasamningurinn niður.

Íslensk stjórnvöld hyggjast endurfjármagna Nýja Kaupþing að fullu þann 14. ágúst 2009 með um það bil 70 milljarða króna eiginfjárframlagi í almenns hlutafjár þar til fjármögnunin sem samningurinn gerir ráð fyrir er samþykktur en það framlag mun gera Nýja Kaupþing að fullu starfhæfan á meðan.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK