Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn

Fyrrverandi stjórnendur gamla Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor Björgólfsson sem tengdan aðila þegar útibú bankans í Lundúnum lánaði félagi hans, Novator Pharma, 43 milljarða króna. Lánið var veitt þrátt fyrir að Björgólfur hafi átt stærsta einstaka hlutann í Landsbankanum ásamt föður sínum Björgólfi Guðmundssyni. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Á fyrri hluta ársins 2007 lánaði útibú Landsbankans í Lundúnum Novator Pharma 206 milljónir punda eða sem samsvarar 43 milljörðum króna, miðað við gengi dagsins í dag. Þetta er langstærsta lánið í lánabók útibúsins. Það er til að mynda um það bil fjórfalt stærra en næst stærsta lánið í bókinni.

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis.

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú hvort Landsbankinn hafi farið yfir þetta lögbundna hámark með lánveitingum sínum til tengdra félaga. Rannsókninni miðar vel og búist er við niðurstöðu á næstu vikum, að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK