Verðbólgan mælist 11,3%

Sumarútsölur drógu úr hækkun vísitölu neysluverðs að þessu sinni
Sumarútsölur drógu úr hækkun vísitölu neysluverðs að þessu sinni mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2009 hækkaði um 0,17% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði  um 0,56% frá júní. Er þetta minni hækkun en spáð hafði verið.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%.  Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári (16,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
IFS Greining spáði því að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í júlí og Greining Íslandsbanka spáði sömu hækkun vísitölunnar. Hins vegar spáði hagfræðideild Landsbankans því að verðlag hækkaði um 0,4% í júlí.

Sumarútsölur lækka en eldsneyti hækkar

Sumarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 7,3% (vísitöluáhrif -0,43%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 2,6% (-0,35%) og voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,32% en af lækkun raunvaxta -0,03%, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 4,8% (0,23%). Þar af voru áhrif af hækkun bensíngjalds 0,28%. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 4,7% (0,16%) og verð nýrra bíla hækkaði um 3,4% (0,12%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK