Stærra en gjaldþrot Maxwell

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skuldir og persónuábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, 96 milljarðar króna, eru meiri heldur en Kevin Maxwell, sonar Robers Maxwell, en gjaldþrot hans er stærsta gjaldþrot einstaklings í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins Telegraph í dag. Skuldir Maxwell námu 405 milljónum punda en skuldir Björgólfs nema tæplega 500 milljónum punda.

Í Telegraph er fjallað um uppgang og fall Björgólfs á lista yfir ríkustu menn heims en fyrir einungis nokkrum mánuðum síðan var hann stjórnarformaður Landsbankans, eigandi breska knattspyrnufélagsins West Ham United og á lista Forbes yfir ríkustu menn heims.

Samson, félag Björgólfs og sonar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og fleiri félög tengd Samson eru meðal þeirra fyrirtækja sem koma fram á lista yfir þau félög og einstaklinga sem kynntur var á fundi lánanefndar Kaupþings í lok september. Kaupþing hefur fengið lögbann á birtingu upplýsinga upp úr skýrslunni í fréttum RÚV en ekki á aðra fjölmiðla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK